Óvitar

Heiti verks
Óvitar

Lengd verks
2 klst.

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Sívinsælt barnaleikrit um litla og stóra óvita. Börn leika fullorðna og fullorðnir leika börn!

Aldurshópur: 4ra – 99 ára.

Í þessu fjöruga, fyndna og spennandi leikriti fæðast börnin stór en minnka með aldrinum. Guðmundur er átta ára strákur, sem er stundum svolítið einmana. Einn daginn skýtur Finnur bekkjarbróðir hans óvænt upp kollinum heima hjá honum og biður hann að fela sig. Finnur hefur strokið að heiman því að hann er búinn að fá nóg af endalausum rifrildum foreldra sinna og ástandinu heima hjá sér. Það reynist mikið hættuspil að fela Finn, þó að foreldrar Guðmundar séu alltaf að vinna, og taki alltof lítið eftir því sem gerist heima hjá þeim. Á meðan dauðaleit er gerð að Finni læra drengirnir ýmislegt nýtt um lífið, vináttuna og fullorðna fólkið. En stóra spurningin er: Getur fullorðna fólkið lært eitthvað af börnunum?

Leikrit Guðrúnar Helgadóttur er skrifað af leiftrandi húmor og næmri tilfinningu fyrir því hvað er að vera lítill – og stór.

Óvitar hafa notið mikilla vinsælda allt frá því leikritið var frumsýnt árið 1979, en Guðrún Helgadóttir samdi leikritið að ósk Þjóðleikhússins í tilefni af barnaári Sameinuðu þjóðanna. Verkið var sýnt aftur hér tíu árum síðar og samtals hafa tæplega 50.000 áhorfendur séð verkið í Þjóðleikhúsinu. Leikfélag Akureyrar sýndi einnig leikritið árið 2007.

Leikritið er nú sett upp með nýrri tónlist og sönglögum eftir hljómsveitina Moses Hightower.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
13. október, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Guðrún Helgadóttir

Leikstjóri
Gunnar Helgason

Danshöfundur
Katrín Ingvadóttir

Tónskáld
Moses Hightower

Hljóðmynd
Andri Ólafsson, Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Þórunn María Jónsdóttir

Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir

Leikarar
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Oddur Júlíusson
Friðrik Friðriksson
Þorleifur Einarsson
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Ágúst Örn B. Wigum / Grettir Valsson
Ágúst Beinteinn Árnason / Kristinn Óli Haraldsson
Alexander Kaaber Bendtsen / Theodór Pálsson
Davíð Laufdal Arnarsson / Ingi Hrafn Guðbrandsson
Lúkas Emil Johansen / Matthías Davíð Matthíasson
Númi Steinn Möller Hallgrímsson / Sævar Örn Valsson

Leikkonur
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir / Elma Stefanía Ágústsdóttir

Herdís Lilja Þórðardóttir / Urður Heimisdóttir
Diljá Pétursdóttir / Elísabet Thea Kristjánsdóttir
Agla Bríet Einarsdóttir / Þórunn Guðmundsdóttir
Alexandra Victoría Reuter / Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Andrea Marín Magnúsdóttir / Vera Stefánsdóttir
Ásdís Kjartansdóttir / Steinunn Lárusdóttir
Erlen Ísabella Einarsdóttir / Gríma Valsdóttir
Halldóra Elín Einarsdóttir / Hulda Fanný Pálsdóttir
Helena Clausen Heiðmundsdóttir / Hildur Clausen Heiðmundsdóttir

Söngvari/söngvarar
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Oddur Júlíusson
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Friðrik Friðriksson
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Þorleifur Einarsson
Þórunn Arna Kristjánsdóttir / Elma Stefanía Ágústsdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Dansari/dansarar
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Oddur Júlíusson
Ágústa Eva Erlendsdóttir
Friðrik Friðriksson
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir
Þorleifur Einarsson
Þórunn Arna Kristjánsdóttir / Elma Stefanía Ágústsdóttir
Ævar Þór Benediktsson
Örn Árnason

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is