Óvinur fólksins

Heiti verks
Óvinur fólksins

Lengd verks
1:45

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Eitt frægasta leikverk Henriks Ibsens í nýrri leikgerð.

Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar að það sem öll velmegunin grundvallast á felur í raun í sér dulda en stórhættulega meinsemd ákveður systir hans, Petra Stokkmann bæjarstjóri, að mæta honum af fullri hörku. Átök systkinanna skekja innviði samfélagsins og brátt logar allur bærinn í illdeilum.

Áleitið verk um grimmilega valdabaráttu, græðgi og þöggun, rödd samviskunnar, rétt náttúrunnar og samfélagslega ábyrgð. Á sannleikurinn alltaf rétt á sér?

Verið velkomin á „heilnæmasta áfangastað landsins“!

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
22. september, 2017

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Henrik Ibsen. Leikgerð: Gréta Kristín Ómarsdóttir og Una Þorleifsdóttir

Leikstjóri
Una Þorleifsdóttir

Tónskáld
Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Leikmynd
Eva Signý Berger

Leikarar
Björn Hlynur Haraldsson, Sigurður Sigurjónsson, Snorri Engilbertsson, Baldur Trausti Hreinsson

Börn: Árni Arnarson

Leikkonur
Sólveig Arnarsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir

Börn: Vera Stefánsdóttir, Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir, Júlía Guðrún Lovisa Henje

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/ovinur-folksins