Óþelló, Desdemóna og Jagó
Sviðssetning
Draumasmiðjan
Íslenski dansflokkurinn
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Litla svið
Frumsýning
24. janúar 2008
Tegund
Sviðsverk – Leiksýning
Óþelló, Desdemóna og Jagó er ný leikgerð Gunnars Gunnsteinssonar, sem einnig er leikstjóri verksins, byggð á Óþelló eftir Shakespeare.
Sýningin er samvinnuverkefni Draumasmiðjunnar, Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokksins sem frumsýnd verður á litla sviði Borgarleikhússins í janúar 2008.
Aðeins eru þrjú hlutverk í verkinu og hvert þeirra hefur sitt eigið tjáningarform, þ.e.a.s. í hlutverki Óþellós er dansarinn Brad Sykes, í hlutverki Desdemónu er heyrnarlausa leikkonan, Elsa Guðbjörg Björnsdóttir, sem tjáir sig á táknmáli og í hlutverki Jagós er leikarinn Hilmir Snær Guðnason sem fer með allan talaðan texta á íslensku.
Hér er því ólíkum tjáningarformum mannsins stefnt saman og þau annars vegar látin standa sjálfstæð eða tvinnast saman til að segja þessa dramatísku sögu helstu perlu leikbókmenntanna. Sýningin er fyrst og fremst sjónræn, en það er myndlistarmaðurinn Vignir Jóhannsson sem gerir leikmyndina, María Ólafsdóttir sem hannar búninga og Björn Bergsteinn Guðmundsson sem hannar lýsinguna. Tónlist mun hins vegar einnig eiga stórann þátt í sýningunni og er það Rúnar Þórisson sem bæði semur tónlistina og flytur á sýningum. Það er óhætt að segja að þessi sýning sé harla óvenjuleg og höfði fyrst og fremst til skynjunar og upplifunar áhorfandans.
Höfundur
Willam Shakespere
Þýðing
Helgi Hálfdanarson
Þýðing á táknmál
Elsa Guðbjörg Björnsdóttir
Hjördís Anna Haraldsdóttir
Leikstjórn og leikgerð
Gunnar I. Gunnsteinsson
Leikari í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
Leikkona í aðalhlutverki
Elsa Guðbjörg Björnsdóttir
Leikmynd
Vignir Jóhannsson
Búningar
María Ólafsdóttir
Lýsing
Magnús Arnar Sigurðsson
Danshöfundur
Ástrós Gunnarsdóttir
Dansari
Brad Sykes
Tónlist
S. Rúnar Þórisson
Famkvæmdastjórn
Margrét Pétursdóttir