Óskin
Sviðssetning
Einleikhúsið
Sýningarstaður
Bókasafn Kópavogs
Frumsýning
3. maí 2008
Tegund
Barnaverk
Óskin er ævintýri með söngvum fyrir yngstu áhorfendurna. Hún er farandsýning fyrir leikskóla og yngsta bekk grunnskóla og tekur um það bil 45 mínútur í flutningi. Óskin fjallar um vináttu lítillar stúlku og snjókalls. Hún heitir Þrúður og vill vera trúður, hann heitir Snjólfur snjókall og þarf að komast upp í fjall – því hann er að bráðna. Á leiðinni upp í fjall lenda þau í ýmsum ævintýrum. Á vegi þeirra verða meðal annars úlfurinn ógurlegi, Grýla skítafýla og bangsi bestaskinn sem huggar við kinn.
Höfundar
Pálmi Sigurhjartarson
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Leikstjóri
Sigrún Sól Ólafsdóttir
Leikari í aðalhlutverki
Sigurður Eyberg
Leikkona í aðalhlutverki
Ásta Sighvats Ólafsdóttir
Leikmynd
Myrra Leifsdóttir
Búningar
Myrra Leifsdóttir
Tónlist
Pálmi Sigurhjartarson