Óskasteinar
Heiti verks
Óskasteinar
Lengd verks
Uþb 2 klst
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Illa skipulagt rán í smábæ misheppnast hrapallega. Dæmigert íslenskt klúður. Á flóttanum leita ræningjarnir skjóls í mannlausum leikskóla og bíða fjórða félagans sem er horfinn á bílnum. Hópurinn hefur tekið gísl á flóttanum, eldri konu sem varð vitni að ráninu. Fram eftir nóttu stytta þau sér stundir innan um barnaleikföng en þegar birta fer af degi fer örvæntingin og ósættið innan hópsins að ágerast og ókunna konan afhjúpar sín eigin leyndarmál.
Ragnar Bragason þreytti frumraun sína í leikhúsi í fyrra þegar hann skrifaði og leikstýrði Gullregni í Borgarleikhúsinu. Sýningin sló rækilega í gegn. Gullregn hlaut átta tilnefningar til Grímunnar 2013 og Ragnar hlaut Grímuna sem leikstjóri ársins. Sami hópur listrænna stjórnenda færir okkur Óskasteina þetta leikárið. Harmræn hlýja og húmor einkenna verk Ragnars eins og fyrri verk hans bera glöggt merki, t.a.m. Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin, Bjarnfreðarson og nú síðast Málmhaus.
Sviðssetning
Borgarleikhús Litla svið
Frumsýningardagur
31. janúar, 2014
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Litla svið
Leikskáld
Ragnar Bragason
Leikstjóri
Ragnar Bragason
Tónskáld
Mugison
Hljóðmynd
Mugison / Ólafur Örn Thoroddsen
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Búningahönnuður
Helga Rós V. Hannam
Leikmynd
Hálfdán Pedersen
Leikarar
Hallgrímur Ólafsson
Þröstur Leó Gunnarsson
Leikkonur
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Hanna María Karlsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is