Óráðni maðurinn

Sviðssetning
Stopp-Leikhópurinn

Sýningarstaður
Grunn- og framhaldsskólarnir

Frumsýning
22. september 2007

Tegund
Barnaverk – Unglingasýning

Í þessu nýjasta leikriti Þorvalds Þorsteinssonar, sem hann skrifaði sérstaklega fyrir leikhópinn, er viðfangsefnið í senn sígilt og óvenjulegt; nefnilega leit mannsins að „réttu útgáfunni“ af sjálfum sér inni í öllum þeim aragrúa hlutverka sem hann verður að leika á lífsleiðinni. Kynntur er til sögunnar leikhópur, sem um árabil hefur sinnt forvörnum og unglingafræðslu í verkum sínum og er með enn eitt stórvirkið í undirbúningi þegar sakleysisleg heimsókn ljósmyndara með harla undarlega myndavél, snýr tilverunni skyndilega á hvolf.

Hvað er satt og hvað logið í samskiptum okkar og tjáningu? Hvenær erum við „við“? Hvað er samkvæmt handriti og hvað ekki? Hverjir skrifa þessi handrit? Hér er velt upp spurningum sem reynast eiga erindi við alla, jafnt unglinga og ekki síður hina sem telja sig lengra komna á þroskabrautinni.

Höfundur
Þorvaldur Þorsteinsson

Leikstjóri
Sigrún Sól Ólafsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Magnús Guðmundsson
Sigurður Eyberg Jóhannesson 

Leikkona í aðalhlutverki
Katrín Þorvaldsdóttir 

Leikmynd
Þorvaldur Þorsteinsson

Búningar
Þorvaldur Þorsteinsson 

Image