Okkar á milli
Heiti verks
Okkar á milli
Lengd verks
50 mínútur
Tegund
Dansverk
Um verkið
Verkið fjallar um samband og aðskilnað, samruna og samblöndun líkama. Hvað hefur það í för með sér að vera í samfelldri snertingu til lengri tíma? Hvaða áhrif hefur það þegar slík tengsl rofna? Við fyrstu sýn virðumst við eins, eftirmyndir af sömu hugmynd. Margnotaðri hugmynd sem hefur haldist í sama formi í aldanna rás. Við erum hluti af stærri heild. Eins og einhver sem skilur spor sín eftir í sandinum skiljum við eftir spor á hvort öðru. För sem hinn einstaklingurinn hefur með tímanum grafið í húðina, vöðvana og frumurnar.
Sviðssetning
Menningarfélagið í samstarfi við Reykjavík Dance Festival
Frumsýningardagur
29. ágúst, 2014
Frumsýningarstaður
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu
Danshöfundur
Ásgeir Helgi Magnússon & Inga Maren Rúnarsdóttir
Tónskáld
Lydía Grétarsdóttir
Búningahönnuður
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Leikmynd
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Dansari/dansarar
Ásgeir Helgi Magnússon
Inga Maren Rúnarsdóttir