Oddur og Siggi

Heiti verks
Oddur og Siggi

Lengd verks
0:45

Tegund
Barnaleikhúsverk

Um verkið
Leikararnir Oddur og Siggi segja okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt persónulega sögu sem kannski fjallar um þá, kannski einhverja aðra, kannski um einhvern sem þú þekkir, kannski um þig.

Oddur og Siggi hafa verið bestu vinir í 10 ár og bjóða okkur í veislu þar sem þeir fagna áratugs vinskap sínum og skemmta okkur eins og þeim einum er lagið. Þeir rifja upp ýmislegt úr sinni vinskapartíð.

Grunnskólaárin eiga að vera skemmtilegur tími, ekki satt? En það getur orðið flókið að eiga vini. Stundum verulega flókið. Þá getur verið gott að búa sér til sinn eigin draumaheim, til að komast burt úr veruleikanum. En maður getur víst ekki alltaf verið þar, eða hvað?

Oddur og Siggi er skemmtileg og hjartnæm sýning, sem getur aukið meðlíðan og skilning, þar sem er fjallað af einlægni og húmor um flókin samskipti í heimi skólabarna.

Aldurshópur: 10-12 ára.

Frumsýning á Ísafirði 3. október. Farið var með sýninguna í leikferð um landið, en einnig sýnt á Stóra sviðinu

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
3. október, 2017

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, leikferð

Leikskáld
Björn Ingi Hilmarsson, Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson

Leikstjóri
Björn Ingi Hilmarsson

Tónskáld
Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson

Leikmynd
Högni Sigurþórsson

Leikarar
Oddur Júlíusson og Sigurður Þór Óskarsson

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/syningar/oddur-siggi