Náföl
Náföl
Það er komið kvöld 1. apríl 2011 og útvarpsþátturinn ,,Kallinn“ er kominn í loftið. Það verður nóg að gera hjá Kallinum í kvöld; hann þarf að gefa partýpakka, draga í póstkortaleiknum og svo fær hann auðvitað miðbæjarskýrslu frá félaga sínum, honum Marteini.
En þegar Marteinn hringir í hann í beinni og segir honum frá því að hann hafi orðið vitni að hræðilegri árás frá manni sem ,,var dauður“ fara að renna tvær grímur á þáttastjórnandann. Á örskömmum tíma og í beinni útsendingu fer ástandið úr öskunni í eldinn; fólkið í blokkinni á móti hendir sér fram af svölunum, lögreglan svarar ekki og svo virðist vera sem einhver – eða eitthvað – hafi ráðist á Martein í miðju símtali.
Hvað er að gerast og hvers vegna er smám saman að myndast hópur af náfölu fólki fyrir utan útvarpsstöðina sem vill komast inn?
Höfundur
Ævar Þór Benediktsson
Leikstjórn
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Leikendur
Árni Pétur Guðjónsson
Höskuldur Sæmundsson
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Margrét Sverrisdóttir
Orri Huginn Ágústsson
Vignir Rafn Valþórsson
Ævar Þór Benediktsson
Tónlist
Þórður Gunnar Þorvaldsson
Hljóðmynd
Þórður Gunnar Þorvaldsson
Hljóðvinnsla
Einar Sigurðsson