Munaðarlaus

Munaðarlaus

Sviðssetning
Leikhópurinn Munaðarleysingjar

Sýningarstaður
Norræna húsið

Frumsýning
8. janúar 2010

Tegund verks
Leiksýning

Munaðarlaus er verk sem rannsakar heim sem fæst okkar þekkja og viljum ekki vita af en er beint fyrir utan dyrnar okkar. Hversu langt erum tilbúin að ganga til að vernda okkar nánustu? Hvernig getur samviskan haldist hrein þegar allir sveigja réttlætið að eigin þörfum? Danni og Helena eru búin að redda pössun, kæla vínið, kveikja á kertum og eru sest við kvöldverðarborðið. Allt stefnir í fullkomna kvöldstund þegar Ívar, bróðir Helenu, mætir á svæðið. Útataður í blóði.

Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Dennis Kelly er frumsýnt á Íslandi en verk hans hafa vakið mikla athygli. Verk hans hafa verið sýnd um gervalla Evrópu og Norður Ameríku og var nýlega valinn Besta Erlenda Leikskáldið af þýska leiklistartímaritinu Theatre Heute fyrir verk sitt Taking Care of Baby.

Munaðarlaus, eða Orphans, var frumsýnt á Edinborgar-hátíðinni nú í sumar við frábærar undirtektir. Þar hlaut verkið Fringe First verðlaunin og Herald Angel verðlaun hátiðarinnar. Það var síðan frumsýnt í Birmingham Repertory Theatre nú í september og í Soho Theatre í London þann 8. október. Verkið fékk m.a. 5 stjörnur hjá Time Out og mjög góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum Bretlands.

Höfundur
Dennis Kelly

Leikstjórn og þýðing
Vignir Rafn Valþórsson

Leikarar í aðalhlutverkum
Hannes Óli Ágústsson
Stefán Benedikt Vilhelmsson

Leikkona í aðalhlutverki
Tinna Lind Gunnarsdóttir

Búningar
Anna María Tómasdóttir

Lýsing
Karl Sigurðsson

Tónlist
Gunnar Karel Másson 

Hljóðmynd
Gunnar Karel Másson 

– – – – – –

Leikhópurinn Munaðaleysingjar

Vignir Rafn Valþórsson útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2007.  Vignir hefur eftir útskrift starfað hjá Þjóðleikhúsinu og með leikhópnum Vér Morðingjar.

Hannes Óli Ágústsson útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Hannes hefur unnið eftir útskrift með Hreyfiþróunarsamsteypunni og Áhugafélagi Atvinnumanna ásamt því að leika í kvikmyndinni Bjarnfreðarson.

Stefán Benedikt Vilhelmssson útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2009. Stefán hefur m.a. rekið Frú Normu leikhús frá 2006.

Tinna Lind Gunnarsdóttir útskrifaðist úr Leiklistardeild LHÍ vorið 2007. Tinna hefur eftir útskrift starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Leikfélagi Akureyrar.

munadar2  munadarlaus  munadar1