Mr. Skallagrímsson

Sviðssetning
Söguleikhús Landnámssetursins

Sýningarstaður
Landnámssetrið, Borgarnesi

Frumsýning
13. maí 2006

Tegund verks
Einleikur

Mr. Skallagrímsson er einleikur saminn og fluttur af Benedikt Erlingssyni. Leikritið var frumsýnt í samstarfi við Listahátíð á opnunardegi Landnámsseturs þann 13. maí 2006 og sýnt við miklar vinsældir til loka október.

Benedikt Erlingsson byggir leikrit sitt á sögunni af Agli Skalla Grímssyni – eða eins og hann segir sjálfur segir Egilssögu á 120 mínútum. Og sögusviðið er allt um kring og það nýtir Benedikt sér til fullnustu. Hann færir atburði sem gerðust fyrir meira en 1000 árum til samtímans á snilldarlegan hátt svo úr verður ógleymanleg upplifun.

Leikstjóri
Peter Engkvist

Leikari í aðalhlutverki
Benedikt Erlingsson

Leikmynd
Ragnar Kjartansson

Búningar
Ragnar Kjartansson

Lýsing
Lárus Björnsson