Mojito

Mojito

Sviðssetning
Jón Atli Jónasson
Sýningarstaður
TjarnarbíóFrumsýning
17. nóvember 2010

Tegund verks
Leiksýning

Mojito er nýtt, íslenskt leikverk eftir eitt helsta leikskáld þjóðarinnar, Jón Atla Jónasson. Tveir menn hittast fyrir tilviljun og annar þeirra fer að rifja upp heimsókn sína á indverks/pakistanskan veitingastað í Reykjavík sem endaði með ósköpum. Glös voru brotin, líka borð og stólar. Slagsmál brutust út og grátur og gnístran tanna fylgdu í kjölfarið. Hér er á ferðinni glænýtt, bráðfyndið og sjóðandi heitt leikverk úr íslenskum raunveruleika. Og að sjálfsögðu er spurningin hvort ískaldur Mojito nægi til að kæla blóðið eitthvað niður.

Höfundur
Jón Atli Jónasson

Leikstjórn
Jón Atli Jónasson

Leikarar í aðalhlutverkum
Stefán Hallur Stefánsson
Þórir Sæmundsson