Minnisvarði
Heiti verks
Minnisvarði
Lengd verks
60 mínútur
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
16 elskendur kynna nýtt verk um sjónarspilið, ástina og samfélög mannanna. Jörðin er sléttari en billjardkúla.
Minnisvarði er nýtt verk eftir 16 elskendur þar sem tekist er á við mikilvægi sjónarspilsins innan nútíma samfélags.
Á undanförnum áratug hefur hversdagslegt líf einstaklingsins verið gert að stórfenglegu sjónarspili og rík áhersla lögð á möguleika hvers og eins á að skara fram úr á sínum eigin hversdagslegu forsendum.
Sviðssetning
Í sköpunarferli Minnisvarða hafa 16 elskendur kannað hvar uppsprettu þessarar áherslu á sjónarspilið er að finna og hvernig á því stendur að það falli einstaklega vel að ríkjandi samfélagsskipan hins vestræna heims.
Verkið tekst á við þversagnir í tilveru mannsins og leit hans að staðfestingu á réttmæti tilveru sinnar í endalausu kosmósi um leið og hann minnir okkur á möguleikana handan sjónarspilsins.
Frumsýningardagur
7. mars, 2015
Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó
Leikskáld
Leikhópurinn
Leikstjóri
Karl Ágúst Þorbergsson
Danshöfundur
Saga Sigurðardóttir
Tónskáld
Gunnar Karel Másson
Hljóðmynd
Gunnar Karel Másson
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson
Búningahönnuður
Brynja Björnsdóttir og Una Stígsdóttir
Leikmynd
Brynja Björnsdóttir
Leikarar
Davíð Freyr Þórunnarson
Gunnar Karel Másson
Karl Ágúst Þorbergsson
Ragnar Ísleifur Bragason
Leikkonur
Aðalbjörg Þóra Árnadóttir
Eva Rún Snorradóttir
Saga Sigurðardóttir
Dansari/dansarar
leikhópur
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.16elskendur.is
www.tjarnarbio.is