Með fulla vasa af grjóti

Heiti verks
Með fulla vasa af grjóti

Lengd verks
2 klst. 30 min.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. Bráðskemmtilegt verk, fullt af leiftrandi gamansemi og hlýju.

Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningar urðu alls 180 og yfir 40.000 manns sáu verkið. Nú gefst leikhúsunnendum að nýju færi á að sjá þessa vinsælu sýningu, eftir tæplega tíu ára sýningarhlé.

Með fulla vasa af grjóti var frumflutt á Írlandi árið 1999 í leikstjórn Ian McElhinney, sem setti verkið einnig upp hér á Íslandi. Verkið fór sigurför um heiminn og hefur sópað að sér verðlaunum.

Aðalpersónur verksins eru tveir náungar sem ráða sig sem aukaleikara í Hollywoodkvikmynd sem verið er að taka upp í nágrenni lítils þorps á vesturströnd Írlands. Fljótlega setur starfsemi kvikmyndafyrirtækisins allt á annan endann, og von bráðar eiga sér stað árekstrar á milli lífs Hollywoodstjarnanna og hversdagsleika sveitafólksins. Þessir árekstrar eru margir hverjir afar spaugilegir, en þeir geta einnig haft alvarlegar afleiðingar.

Í verkinu kynnumst við fjölda skrautlegra og skemmtilegra persóna og sem fyrr fara þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson með öll fjórtán hlutverkin í sýningunni, og bregða sér jafnt í gervi karla sem kvenna. Stefán Karl stígur nú aftur á leiksvið á Íslandi eftir langt hlé, en hann hefur á undanförnum árum búið í Bandaríkjunum og leikið þar á leiksviði og í sjónvarpi.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
15. september, 2012

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið

Leikskáld
Marie Jones

Leikstjóri
Ian McElhinney

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Búningahönnuður
Elín Edda Árnadóttir

Leikmynd
Elín Edda Árnadóttir

Leikarar
Hilmir Snær Guðnason
Stefán Karl Stefánsson

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is/