Með berum augum
Með berum augum
Sviðssetning
Bakaríið í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan
Frumsýning
3. september 2011
Tegund verks
Brúðuleiksýning/myndræn leiksýning
Bakaríið er nýr tilraunaleikhópur á sviði brúðuleikhúss og myndræns leikhúss. Meðlimir hópsins eru með ólíkan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að vera heillaðir af brúðuleikhúsi og vilja rannsaka möguleika þess.
Með berum augum er verk í vinnslu sem kemur fyrir sjónir áhorfenda eftir að aðstandendur þess hafa starfað í þrjár vikur undir handleiðslu Rene Baker frá Bretlandi. Rene Baker hefur þróað nýja nálgun við myndrænt leikhús og notar aðferðir spunaleikhússins þar sem hópurinn spinnur sýninguna saman án handrits. Aðferðin byggist á því að nálgast efniviðinn sem vinna á með, og getur verið af margvíslegu tagi, með opnum huga, algjörlega á hans eigin forsendum og rannsaka eiginleika hans í gegnum ýmsar spunaæfingar þar sem er hlustað, horft, snert, smakkað, hrifist og fundinn „takturinn“ í efninu. Í stað þess að þröngva fyrirframgefnum hugmyndum og ákvörðunum upp á efnið er efnið notað sem upphafspunktur.
Sýningin hlaut styrk frá styrktarsjóðnum Prologus.
Höfundar
Bakaríið
Eva Signý Berger
Helga Arnalds
Högni Sigurþórsson
Karolina Boguslawska
Katerina Fojtikova
Rene Baker
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Leikstjóri
Helga Arnalds
Leiðbeinandi
Rene Baker
Leikari
Högni Sigurþórsson
Leikkonur
Eva Signý Berger
Karolina Boguslawska
Katerina Fojtikova
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Leikmynd
Bakaríið
Búningar
Bakaríið