Maður að mínu skapi

Heiti verks
Maður að mínu skapi

Lengd verks
2 klst.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Nýtt verk úr smiðju Braga Ólafssonar um hina eilífu baráttu pennans og sverðsins.

Fræðimaðurinn Guðgeir Vagn Valbrandsson er í þann veginn að leggja lokahönd á safnrit með fleygum orðum. Vinur hans Klemens Magnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hyggur á endurkomu í stjórnmálin eftir að hafa neyðst til að segja af sér embætti. Hvorugan þeirra gæti grunað að hreingerningarkonan sem Guðgeir ræður til að þrífa hjá sér tengist litlu leyndarmáli úr fortíð þeirra beggja. Auk þess reynist bróðir hennar vera gamall skólabróðir þeirra vinanna, maður sem telur sig eiga harma að hefna á þeim báðum.

Þótt segja megi að Maður að mínu skapi fjalli um baráttu pennans og sverðsins snýst verkið ekki síður um orðin úr goggi páfagauksins og vænghaf hins tignarlega fálka.

Fyrri leikrit Braga Ólafssonar, Hænuungarnir (Þjóðleikhúsið, 2010) og Belgíska Kongó (LR, 2004) hlutu afbragðs viðtökur. Bæði verkin voru tilnefnd til Grímunnar, auk þess sem Bragi var tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna fyrir Hænuungana. Líkt og í þessum verkum fer Eggert Þorleifsson nú með aðalhlutverk og Stefán Jónsson leikstýrir.

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
14. september, 2013

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Bragi Ólafsson

Leikstjóri
Stefán Jónsson

Hljóðmynd
Halldór Snær Bjarnason

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
Agnieszka Baranowska

Leikmynd
Finnur Arnar Arnarson

Leikarar
Eggert Þorleifsson
Pálmi Gestsson
Þorsteinn Bachmann
Þorleifur Einarsson

Leikkonur
Kristbjörg Kjeld
Ólafía Hrönn Jónsdóttir

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
leikhusid.is