Lostin
Sviðssetning
Draumasmiðjan
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn
Frumsýning
26. maí 2009
Tegund verks
Leiksýning ætluð heyrnalausum (Döff leikhús)
Dreams 2009 – alþjóðleg döffhátíð
Draumar 2009 er alþjóðleg döff leiklistarhátíð á Íslandi, sem haldin verður vikuna 24. til 31. maí 2009. Hátíðin er skipulögð af Draumasmiðjunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Háskóla Íslands og leikhópinn Döff rætur. Leiklistarhátíðin Draumar er nú haldin í annað sinn en hátíðin voru fyrst haldni árið 2006 á Akureyri í tengslum við Norrænni menningarhátíð heyrnarlausra. Aðalmarkmið döff leiklistarhátíðarinnar er að bjóða heyrnarlausum Íslendingum upp á úrval alþjóðlegra leiksýninga sem gerðar eru með þarfir þeirra í huga og skara fram úr hvað gæði og fagmennsku varðar.
Einnig er markmiðið að auka tengsl listafólks sem vinnur við döff-leikhús og kynna sérstaklega Draumasmiðjuna, eina döff leikhúsið á Íslandi, á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess standa vonir til þess að hátíðin auki áhuga og skilning almennings á menningu heyrnarlausra og þá sérstaklega á döff leikhúsi. Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Norden Kulturfond, fjárlaganefnd Alþingis og Reykjavíkurborg.
Lostin er nýtt íslenskt gamanverk á dramatískum nótum.
Leikstjórn
Margrét Pétursdóttir
Leikmynd
Helga Rún Pálsdóttir
Búningar
Helga Rún Pálsdóttir