Litla skrímslið systir mín

Litla skrímslið systir mín

Sviðssetning
Leikhúsið 10 fingur

Sýningarstaður
Norræna húsið

Frumsýningardagur
28.janúar 2012

Um verkið:

Leiksýningin “Litla skrímslið systir mín ” er einleikur Helgu Arnalds sem segir sögu með pappír, skuggaleik, tónlist og töfrabrögðum leikhússins. Sagan er um strák sem eignast litla systur. Fljótlega áttar drengurinn sig á að þetta er ekkert venjulegt barn heldur skrímsli sem ætlar að éta mömmu upp til agna – og pabba og kannski allan hans heim. Það kemur honum því ekki á óvart að einn daginn eru pabbi og mamma horfin og litla skrímslið situr bara brosandi og ánægt á gólfinu og ropar hátt. Drengurinn leggur því af stað í langt ferðalag með systur sína uppá arminn til að fá hjálp til að ná mömmu og pabba út úr maganum á skrímslinu.

Tónlistin skipar mikilvægan sess í sýningunni því það er í gegnum tungumál hennar sem börnin geta haft áhrif á framvindu sögunnar.

Leikskáld
Helga Arnalds og Charlotte Böving

Leikstjóri
Charlotte Böving

Tónskáld
Eivör Pálsdóttir

Leikmyndahönnuður
Helga Arnalds

Búningahönnuður
Eva Signý Berger

Lýsing
Jóhann Bjarni Pálmason

Leikkonur
Helga Arnalds

Vefsíða leikhóps / leikhúss: www.tiufingur.is