Litla hryllingsbúðin

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar
Íslenska Óperan

Sýningarstaðir
Samkomuhúsið
Íslenska óperan

Frumsýning
24. mars 2006

Tegund verks
Söngleikur

Litla hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur sem hefur farið sigurför um heiminn síðan hann var frumsýndur fyrir 25 árum. Enda er sagan krassandi, persónurnar heillandi, tónlistin grípandi og húmorinn allsráðandi.

Baldur eyðir fábrotnum dögunum í blómabúðinni hans Músnikk. Hann lætur sig dreyma um ástir Auðar sem er vinnur með honum í búðinni. Dag einn, rétt fyrir sólsetur uppgötvar Baldur undarlega plöntu sem hann nefnir Auði II í höfuðið á sinni heittelskuðu. Áður en langt um líður kemur í ljós að plantan hefur undarlega eiginleika og gríðalega matarlyst. Og hún vex og vex. Plantan vekur óskipta athygli og viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Inn í söguna blandast svo kærasti Auðar, tannlæknir með kvalalosta, og atburðarrásin tekur óvænta stefnu…

Höfundur

Howard Ashman

Leikstjóri

Magnús Geir Þórðarson

Leikari í aðalhlutverki

Guðjón Davíð Karlsson

Leikkona í aðalhlutverki

Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Leikarar í aukahlutverki

Guðjón Þorsteinn Pálmarsson
Jóhannes Haukur Jóhannesson
Þráinn Karlsson

Leikkonur í aukahlutverki

Andrea Gylfadóttir
Álfrún Örnólfsdóttir
Esther Talia Casey
Arndís Ólöf Víkingsdóttir

Leikmynd

Halla Gunnarsdóttir

Búningar

Halla Gunnarsdóttir

Lýsing

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlistarstjórn

Kristján Edelstein

Söngvari

Andrea Gylfadóttir

Danshöfundur

Ástrós Gunnarsdóttir