Litaland
Heiti verks
Litaland
Lengd verks
62 mín
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Litaland segir frá grunnlitunum, gulum, rauðum og bláum. Að vísu kalla þau sig Gulverja, Rauðingja og Bláverja svo það er betra að hafa þetta rétt. Hver litur byggir sinn eigin heim í Litalandi og til að byrja með eru nú ekki mikil samskipti á milli heimanna enda vill hver litur bara halda sig út af fyrir sig. Hins vegar dregur fljótlega til tíðinda því Bláheimar eru allir að hruni komnir og neyðast Bláungar til að leita á náðir Gulverja í Gulheimum þar sem heimur þeirra virðist vera að þurrkast út og þeir eiga engan samastað. Ekki gengur það áfallalaust fyrir sig og verður spennandi að fylgjast með þeirri framvindu. Í Rauðheimum virðist þó allt vera með felldu og þar undirbúa Rauðingjar komu nýjasta litarins sem er væntanlegur í hópinn fljótlega. Rjóð móðir hans er hins vegar eitthvað treg til að segja frá því hver pabbinn er… Mögulega hefur einhver litablöndun einnig átt sér stað í Rauðheimum…
Sviðssetning
Höfundur Litalands er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er sjötta leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið. Textarnir eru eftir Sævar Sigurgeirsson, utan eins sem er eftir Baldur Ragnarsson en lögin samdi Baldur ásamt þeim Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur.
Enginn þekkir söguna um Litaland enda er um glænýtt ævintýri að ræða sem aldrei hefur heyrst áður. Þó er hægt að lofa áhorfendum því að þessi sýning er algjörlega í anda Lottu. Húmor fyrir jafnt fullorðna sem börn er alls ráðandi, sýningin lifandi og skemmtileg og sérstaklega við hæfi fyrir fólk frá fjögurra til hundrað ára. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 15 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum og er hann enginn annar en Stefán Benedikt Vilhelmsson.
Frumsýningardagur
25. maí, 2016
Frumsýningarstaður
Elliðaárdalur
Leikskáld
Anna Bergljót Thorarensen
Leikstjóri
Stefán Benedikt Vilhelmsson
Danshöfundur
Berglind Ýr Karlsdóttir
Tónskáld
Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir
Hljóðmynd
Björn Thorarensen
Lýsing
sólin
Búningahönnuður
Kristína R. Berman
Leikmynd
Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir
Leikarar
Baldur Ragnarsson
Björn Thorarensen
Sigsteinn Sigurbergsson
Leikkonur
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna Bergljót Thorarensen
Rósa Ásgeirsdóttir
Söngvari/söngvarar
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna Bergljót Thorarensen
Baldur Ragnarsson
Björn Thorarensen
Rósa Ásgeirsdóttir
Sigsteinn Sigurbergsson
Dansari/dansarar
Andrea Ösp Karlsdóttir
Anna Bergljót Thorarensen
Baldur Ragnarsson
Björn Thorarensen
Rósa Ásgeirsdóttir
Sigsteinn Sigurbergsson
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhopurinnlotta.is
www.facebook.com/leikhopurinnlotta