Leifur óheppni
Heiti verks
Leifur óheppni
Lengd verks
139.13
Tegund
Útvarpsverk
Um verkið
Fjölskylduleikrit í 6 þáttum
Birta, vinsælasta stelpan í bekknum, hefur ekki haft fyrir því að kynnast nýju stelpunni, Höllu, sem er úr sveit og hefur ekki enn náð að sanna sig í skólanum. Már, bekkjarfélagi þeirra, er tælenskur og hefur hingað til aðeins átt vini sem eru af erlendum uppruna. Þau þrjú eru saman í 7. bekk í Austurbæjarskóla en kynnast þó ekki fyrr en kennarinn gefur þeim hópverkefni saman í jólafríinu um styttur borgarinnar.
Halla sér að styttan af Leifi heppna uppi á Skólavörðuholtinu er eitthvað öðruvísi en vanalega. Hún og Már athuga málið á netinu og sjá að styttan er komin með öxina í vinstri höndina, öfugt við vanalega. Þegar Leifur hverfur svo alveg eru krakkarnir þau einu sem grunar að ekki sé allt sem sýnist. Eitt kvöldið rétt fyrir jól hitta þau svo styttuna, uppvaknaða og ráðvillta. Víkingurinn botnar ekkert í nútímanum og þarf hjálp krakkanna jafn mikið og þau vilja finna út hvernig hann getur hafa lifnað við. Saman komast þau að stórhættulegu ráðabruggi, sem lífgar við styttur – en gerir fólk eins og mig og þig að styttum.
Höfundar verksins eru María Reyndal og Ragnheiður Guðmundsdóttir og er María jafnframt leikstjóri þess. María er hlustendum af góðu kunn og hefur m.a. leikstýrt áður m.a. „Best í heimi“ og „Sálminum um blómið“ í Útvarpsleikhúsinu. María hefur einnig skrifað ásamt öðrum m.a. „Stelpurnar“, „Ástríði“ og áramótaskaup sjónvarpsins. Ragnheiður hefur verið búsett í Bretlandi síðastliðin 20 ár og m.a. rekið barnaleikhús sem ferðaðist með sýningar á Karíusi og Baktusi í skóla vítt og breitt um Lundúnir. Þær eru systkinabörn og er þetta fyrsta verkið sem þær skrifa saman.
Sviðssetning
Útvarpsleikhúsið – RÚV
Frumsýningardagur
24. desember, 2015
Frumsýningarstaður
Rás 1 – RÚV
Leikskáld
María Reyndal og Ragnheiður Guðmundsdóttir
Leikstjóri
María Reyndal
Tónskáld
Einar Sigurðsson
Hljóðmynd
Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson
Leikarar
Arnmundur Ernst Backman
Sigurður Sigurjónsson
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Rúnar Freyr Gíslason
Þorsteinn Bachmann
Felix Bergsson
Halldór Gylfason
Shohei Watanabe
Luis Lucas
Erling Aldan Bunsart,
Leikkonur
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Sólveig Guðmundsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
María Pálsdóttir
Hafdís Helga Helgadóttir
Gyða B. Hilmarsdóttir
Hrafnhildur Orradóttir
Melkorka Milla Stefánsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.ruv.is/thaettir/utvarpsleikhus