Kuggur
Heiti verks
Kuggur
Lengd verks
0:55
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Kuggur og Mosi fara í Þjóðleikhúsið til að horfa á skemmtilega leiksýningu. Málfríður og mamma hennar eru líka mættar með skrítin tól og tæki. En hvar eru leikararnir eiginlega? Hér eru furðuverur eins og ruslaskrímsli og geðill geimvera en engir leikarar. Kuggur veit ekki hvað hann á að halda. Hann hélt að það væri allt öðruvísi að fara í leikhús!
Kuggur er klár strákur sem á frekar óvenjulega vini. Þeir eru Mosi sem er lítill og grænn og svo mæðgurnar Málfríður og mamma hennar. Málfríður er gömul kerling en mamma hennar er ennþá eldri! Þessar mæðgur eru svo sannarlega skemmtilegar og uppátækjasamar. Það er líf í tuskunum þegar þær fara í Þjóðleikhúsið!
Um Kugg og félaga hans hafa verið skrifaðar margar vinsælar bækur, en vinirnir stíga nú á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn.
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Frumsýningardagur
14. febrúar, 2015
Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kúlan
Leikskáld
Sigrún Eldjárn
Leikstjóri
Þórhallur Sigurðsson
Danshöfundur
Gígja Jónsdóttir
Tónskáld
Kristinn Gauti Einarsson
Hljóðmynd
Kristinn Gauti Einarsson
Lýsing
Jóhann Friðrik Ágústsson
Búningahönnuður
Leila Arge
Leikmynd
Högni Sigurþórsson
Leikarar
Gunnar Hrafn Kristjánsson (barn)
Leikkonur
Edda Arnljótsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Söngvari/söngvarar
Edda Arnljótsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Gunnar Hrafn Kristjánsson
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is