Krakkaveldi

Heiti verks
Krakkaveldi

Lengd verks
60 mínútur

Tegund
Dansverk

Um verkið
„Ef þið viljið fá glæpamenn gerið heiminn verri ef þið viljið ekki fá glæpamenn gerið heiminn betri.“

Hvað ef krakkar réðu öllu? Væri heimurinn betri eða kannski miklu verri? Hvaða vald hafa krakkar sem er fullorðnum hulið?

Krakkaveldi eru samtök krakka á aldrinum 8-12 ára sem vilja breyta heiminum. Krakkarnir í Krakkaveldi halda mótmæli, skrifa bréf til forsætisráðherra, æfa sig í borgaralegri óhlýðni og henda rjómatertum í fullorðna.

Sýning þeirra á Reykjavík Dance Festival var sú þriðja sem krakkarnir í Krakkaveldi hafa samið og flutt sjálf með aðstoð Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur sviðshöfundar.

Frumsýningardagur
23. nóvember, 2019

Frumsýningarstaður
Iðnó

Leikskáld
Krakkaveldi

Leikstjóri
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir

Danshöfundur
Krakkaveldi

Tónskáld
Katrín Helga Ólafsdóttir og Krakkaveldi

Leikmynd
Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Krakkaveldi

Leikarar
Magnús Sigurður Jónasson
Leifur Ottó Þórarinsson

Leikkonur
Ástrós Inga Jónsdóttir
Eldlilja Kaja Heimisdóttir
Elín Guðný Héðinsdóttir
Amelía Sara Kamilsdóttir
Saga Finnsdóttir
Brynja Steinunn Helgesson Danielsen
Birta Hall
Ester Mía Árnadóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/krakkaveldi/?modal=admin_todo_tour
www.instagram.com/krakkaveldi/