Kona hverfur
Tegund verks:Útvarpsverk
Sviðssetning: Útvarpsleikhúsið
Sýningarstaður og frumsýningardagur: 29. apríl 2012
Um verkið: Hversu miklu er hægt að fórna fyrir þögnina? Á meðan eldri kona berst fyrir lífi sínu vaka tvær aðrar yfir henni. Sú yngri verður að takast á við framtíðina, hin eldri við fortíðina. Hvorugar eru þær tilbúnar fyrir fórnirnar sem þær þurfa að færa fyrir ástina, fyrir lífið… Þær bíða og vona. Allar þrjár. Í litlu sjúkraherbergi skarast líf þriggja kvenna sem hafa allar látið sig hverfa með einum eða öðrum hætti. Þær berjast fyrir tilveru sinni. Ást hefur ávallt fórnir í för með sér en afleiðingarnar eru óútreiknanlegar. Hversu djúpt eru þær tilbúnar að fara? Leikrit um kynslóðir kvenna og leyndarmálin sem þær geyma.
Leikskáld: Sigríður Jónsdóttir
Leikstjóri: Ásdís Þórhallsdóttir
Danshöfundur: Tónskáld: Arndís Hreiðarsdóttir
Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Ingrid Jónsdóttir og Aðalbjörg Þóra Árnadóttir
Hljóðvinnsla: Ragnar Gunnarsson
Vefsíða leikhóps/leikhúss: www.ruv.is/leikhus