Kommúnan

Sviðssetning
Vesturport

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
21. febrúar 2008

Tegund
Sviðsverk – Leiksýning

Við erum stödd á Íslandi 1975. Húsmóðirin Elísabet flýr undan drukknum ofbeldishneigðum eiginmanni sínum Róberti, ásamt dóttur sinni Evu, á náðir bróður síns sem býr í hippakommúnunni „Gleym-mér-ei“ á milli Selfoss og Hveragerðis.

Í kommúnunni búa auk bróðurins Georgs og Lenu spænsku kærustu hans, Anna sem er nýorðin lesbía, Francohatarinn Salvatore og sonur þeirra Tet, miðaldra homminn Ragnar og ofstækisfulli uppreisnarsinninn Eiríkur. Þetta er litríkur hópur sem vegsamar frelsið og fyrirlítur efnishyggju og smáborgarhátt. Þrátt fyrir frelsið gengur misvel fyrir hópinn að búa saman, þau rökræða um flesta hluti og eru ekki alltaf sammála en allir eiga að brosa í „Gleym-mér-ei“.

Kommúnan er skemmtilegur gamanleikur með dökkum undirtón en leikgerðin er unninn upp úr sænsku verðlaunamyndinni Tillsammans eftir Lukas Moodysson.

Höfundur
Gísli Örn Garðarsson

Byggt á kvikmyndinni Tillsammans eftir
Lukas Moodysson

Leikstjóri
Gísli Örn Garðarsson

Aðstoðarleikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson

Leikarar í aukahlutverkum
Aron Brink
Atli Rafn Sigurðarson
Árni Pétur Guðjónsson
Gael Garcia Bernal
Ólafur Darri Ólafsson
Rafn Kumar Bonifacius
Rúnar Freyr Gíslason

Leikkonur í aukahlutverkum
Elena Anaya
Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Sara Dögg Ásgeirsdóttir
Urður Bergsdóttir

Leikmynd
Börkur Jónsson

Búningar
Ríkey Kristjánsdóttir

Leikgervi
Sigríður Rósa Bjarnadóttir 

Lýsing
Halldór Örn Óskarsson

Tónlist
Karl Olgeirsson

Hljóð
Jakob Tryggvason 

Söngvari
Atli Rafn Sigurðarson