Klúbburinn
Titill verks:
Klúbburinn
Tegund verks:dansverk
Sviðssetning
Klúbburinn í samstarfi við Borgarleikhúsið
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Borgarleikhúsið 21.okt
Um verkið:
Veisla fyrir augu, eyru, hug og hjörtu
. Öll berum við með okkur einhverja leyndardóma. Ýmist geta þeir bugað okkur eða gefið okkur tilgang. Klúbburinn er hópur karlmanna og verk um þá. Sex listamenn ala með sér draum um að afhjúpa æðsta leyndarmál listarinnar. Samfélag, samtök, trúfélag, hljómsveit, listahreyfing, leynileg bylting …
Þú hefur náð langt án þess að afhjúpa sjálfan þig, sestu niður, slakaðu á og njóttu samvistanna! Deildu hugsunum þínum eða þögn og mundu að það er ekki það sem þú hefur gert sem skilgreinir hver þú ert heldur það sem þú ert í þann mund að fara að gera. Við höldum á vit ókannaðra landa, til að nema, til að sigra, til þess að leita sannleikans og skapa leyndardóma! Við sleppum öllum okkar sprengjum, syngjum alla okkar söngva og ljóstrum öllu upp.
Hér er á ferðinni spennandi sviðsverk þar sem leikhús, dans og tónlist renna saman í eina órofa heild. Þegar þessir sex ólíku listamenn leiða saman hesta sína má búast við leikhússprengju.
Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Klúbbsins.
Leikskáld: Klúbburinn
Leikstjóri: Gunnlaugur Egilsson og Klúbburinn
Danshöfundur: Gunnlaugur Egilsson og Klúbburinn
Tónskáld: Björn Kristjánsson og Klúbburinn
Hljóðmynd: Björn Kristjánsson og Klúbburinn
Lýsing: Kjartan Þórisson
Búningahönnuður Huginn Þór Arason og Klúbburinn
Leikmynd Huginn Þór Arason og Klúbburinn
Dansarar
Gunnlaugur Egilsson, Björn Kristjánsson, Björn Thors, Ólafur Egill Egilsson, Ingvar E. Sigurðsson,
Huginn Þór Arasson
Linkur á videoi úr sýningu http://www.youtube.com/watch?v=LWJombO3sJs