Karíus og Baktus

Sviðssetning
Leikfélag Akureyrar

Sýningarstaður
Rýmið

Frumsýning
23. september 2006

Tegund verks
Barnasýning

Sígilt leikrit sem stenst tímans TÖNN! Grallaraleg tónlist í flutningi 200.000 naglbíta.

Ófrýnilegu grallararnir Karíus og Baktus munu gera allt vitlaust á Akureyri frá 23. september. Þeir höggva, berja, öskra og heimta í munninum á Jens, sem gefur þeim nóg af sætindum! Þeir eru svakalegir og skemmtilegir, hættulegir og hlægilegir í senn, svo sæluhrollur hríslast niður bakið á áhorfendum, ungum sem öldnum.

„Einu sinni var drengur sem hét Jens. Hann hafði tennur í munninum eins og við höfum öll. En í einni tönninni hans Jens var gat og í því bjuggu tveir litlir náungar sem hétu Karíus og Baktus. Ykkur finnst þetta kannski undarleg nöfn, en þetta eru líka undarlegir náungar…“Sýningin er stutt, tekur um hálfa klukkustund í flutningi og tilvalin fyrir þá sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Höfundur
Thorbjörn Egner

Þýðandi
Hulda Valtýsdóttir

Leikstjóri
Ástrós Gunnarsdóttir

Leikarar í aðalhlutverkum
Guðjón Davíð Karlsson
Ólafur Steinn Ingunnarson

Leikmynd
Íris Eggertsdóttir

Búningar
Íris Eggertsdóttir

Lýsing
Sveinn Benediktsson

Tónlist
200.000 naglbítar

Söngvarar
Guðjón Davíð Karlsson
Ólafur Steinn Ingunnarson