Kandíland

Kandíland

Sviðssetning
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Kassinn

Frumsýning
29. desember 2010

Tegund verks
Danssýning

kandiland2
Í Kandílandi er gósentíð. Enginn þarf nokkru sinni að svelta og allir eru hamingjusamir. Í Kandílandi vilja allir vera konungar og ráða. Það er þó einungis pláss fyrir einn. Ekkert er heilagt og menn svífast einskis til að ná völdum í höllinni, þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur í senn.

Sýningin er unnin upp úr konungaverkum Shakespeares og rannsakar valdaþörf manneskjunnar með líkamann að vopni. Líkamleg togstreita, reipitog, hártoganir og dramatísk örþrifaráð. Valdið skiptir um hendur og fætur í þessari framsæknu og fersku sýningu.

Dansverkið Kandíland er samstarfsverkefni Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypunnar og Þjóðleikhússins. Verkefnið er styrkt af Prologos, Leiklistarráði og Reykjavíkurborg.

Höfundur
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan í samvinnu við Svein Ólaf Gunnarsson og Víking Kristjánsson

Leikstjórn
Víkingur Kristjánsson

Dramatúrg
Ásgerður G. Gunnarsdóttir

Leikari í aðalhlutverki
Sveinn Ólafur Gunnarsson

Leikmynd
Eirún Sigurðardóttir

Búningar
Eirún Sigurðardóttir

Lýsing
Hörður Ágústsson

Tónlist/Hljóðmynd
Gísli Galdur Þorgeirsson

Dansarar
Katrín Gunnarsdóttir
Melkorka S. Magnúsdóttir
Ragnheiður Bjarnarson
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Vigdís Eva Guðmundsóttir

Danshöfundar
Ásgerður Gunnarsdóttir
Katrín Gunnarsdóttir
Melkorka S. Magnúsdóttir
Ragnheiður Bjarnarson
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Vigdís Eva Guðmundsdóttir
Víkingur Kristjánsson

Aðstoð við gerð sýningar
Hannes Óli Ágústsson

kandiland1

– – – – –

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan hefur starfað frá árinu 2005 og inniheldur dansara, danshöfunda og leiklistarfræðing frá Listaháskóla Íslands, P.A.R.T.S. dansskólanum í Belgíu og ArtEZ dansakademíunni í Hollandi.

Að þessu sinni hefur hópurinn fengið í lið með sér leiklistar- og myndlistarfólk við gerð sýningarinnar. Verk hópsins eru unnin útfrá devised aðferð og listræn heildarsýn er mótuð af öllum meðlimum.

Hópurinn hefur sýnt á Íslandi, í Færeyjum, Þýskalandi og Finnlandi og var tilnefndur til Grímuverðlaunanna sem danshöfundur ársins 2009 og 2010.