Kameljón
Heiti verks
Kameljón
Lengd verks
70 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er. Hefur hún, Kameljónið, eitthvert eiginlegt sjálf eða er hún aðeins endurspeglun þeirra sem á vegi hennar verða í lífinu? Lituð af umhverfinu sem hún hrærist í hverju sinni?
Hún ákveður að hafa uppi á sjálfri sér, hvað sem það kostar, því maður verður að vera eitthvað. Er það ekki? Það er að minnsta kosti ekki hægt að vera ekkert. Eða… er það?
Kameljón er einnar leikkonu ferðalag um hinar villugjörnu lendur sjálfsins þar sem auðvelt er að týnast. Hún gengur í gegnum stöðugar umbreytingar sem stundum eru svo hamslausar að áhorfendum stendur hreinlega ekki á sama. Já, talandi um áhorfendur, þeir eru Kameljóninu mikilvægir… en líka mjög hættulegir.
Sviðssetning
Dansleikhúsverk sem var unnið í gegnum spuna (devised). Frumsýnt í Kúlunni á leiklistarhátíðinni Lókal 2012.
Frumsýningardagur
22. ágúst, 2012
Frumsýningarstaður
Kúlan, Þjóðleikhúsið
Leikskáld
Margrét Örnólfsdóttir, Álfrún Örnólfsdóttir, Friðgeir Einarsson
Leikstjóri
Friðgeir Einarsson
Tónskáld
Guðmundur Vignir Karlsson
Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson
Búningahönnuður
Rósa Hrund Kristjánsdóttir
Leikmynd
Brynja Björnsdóttir
Leikkonur
Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.facebook.com/kameljon.leikhus