Just Here
Sviðssetning
artFart
Sýningarstaður
Útgerðin
Frumsýning
6. ágúst 2010
Tegund verks
Danssýning
Just Here! er nýtt íslensk leik- og dansverk. Persónulegt rými er það svæði sem hver einstaklingur lítur á sem sitt eigið. Innrás inn í þetta rými veldur oft óþægindum, reiði eða kvíða. Þetta er þó einstaklingsbundið og viðbrögð við slíkri innrás fara eftir því hver það er sem stendur á bak við hana. Okkur líður betur í kringum ákveðið fólk en annað. Ennfremur, þó þú getir verið náinn tilteknum aðila í ákveðinn tíma getur það síðar byrjað að valda pirringi og jafnvel reiði, ef sá aðili kemur þér enn nær.
Just Here! var frumsýnt í London en á Íslandi var það frumflutt á artFart hátíðinni 2010 síðan hefur verkið farið á Edinborgar Fringe Festival og var sýnt á Leikhúsþingi í Tjarnarbíó í mars. Einnig var verkið valið til að vera sýnt á Prag Fringe og Stoff (Stockholm Fringe Fest) sumarið 2011.
Höfundur
Snædís Lilja Ingadóttir
Hópurinn
Leikstjórn
Snædís Lilja Ingadóttir
Leikari í aðalhlutverki
Ravian van den Hil
Leikkonur í aðalhlutverkum
Sandra Gísladóttir
Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist/Hljóðmynd
Brynjar Ingi Unnsteinsson
Dansarar
Ravian van den Hil
Sandra Gísladóttir
Snædís Lilja Ingadóttir
Danshöfundur
Snædís Lilja Ingadóttir