Judy Garland
Titill verks:
Judy Garland
Tegund verks:
Sviðsverk
Sviðssetning:
Tindilfætt í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Þjóðleikhúskjallarinn 16. október 2011
Um verkið:
Judy Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul og lifði fyrir skemmtanabransann og aðdáendur sína. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá sér hljómplötur. „All my songs tell my life story” sagði Judy í viðtali og hér er saga þessarar vinsælu listakonu sögð í gegnum tónlistina sem hún flutti.
Lára Sveinsdóttir leik- og söngkona mun ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar.
Leikskáld:
Lára Sveinsdóttir
Leikstjóri:
Charlotte Böving
Hljómsveitarstjóri:
Úlfur Eldjárn
Lýsing:
Lárus Björnsson
Vefsíða leikhóps: