Jólasaga
Jólasaga
Sviðssetning
Loftkastalinn
Sýningarstaður
Loftkastalinn
Frumsýning
Nóvember 2009
Tegund verks
Leiksýning
Ein þekktasta jólasaga allra tíma er án ef Jólaævintýri (Christmas Carol) eftir Charles Dickens. Sagan segir frá hinum fégráðuga Ebenezer Scrooge og viðskiptum hans við drauga nokkra á jólanótt. Sagan hefur verið mörgum kvikmyndaleikstjóranum efniviður mikill og eru til margar kvikmyndir byggðar á sögunni og margir þekktir leikarar túlkað Scrooge, þeirra á meðal George C. Scott, Bill Murray, Kelsey Grammer og Patrick Stewart. Einnig mun glæný teiknimynd þar sem enginn annar en Jim Carrey mun túlka Scrooge líta dagsins ljós næsta vetur. Sagan kom fyrst út 19. desember árið 1843. Sagan er af mörgum talin mikilvæg áminning um hinn sanna jólaanda og hefur heillað kynslóð eftir kynslóð í meira en 150 ár.
Nú er hins vegar komið að einum ástsælasta leikara íslensku þjóðarinnar að túlka Skrögga sjálfan í glænýrri íslenskri leikgerð á þessari þekktu sögu Dickens. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) mun leika Ebenezer Scrooge í Loftkastalanum næsta vetur. Sýningin verður frumsýnd í lok nóvember. Sýningin er einleikur og mun Laddi fara með öll hlutverkin í uppfærslunni en tónlist og hljóðmynd skipa veigamikinn sess í þessari metnaðarfullu uppsetningu.
Höfundur
Charles Dickens
Leikgerð
HEYR HEYR
Jón Gunnar Þórðarson
Egill Antonsson
Sindri Þórarinsson
Leikstjóri
Jón Gunnar Þórðarson
Leikari í aðalhlutverki
Þórhallur Sigurðsson (Laddi)
Hljóðmynd
HEYR HEYR
Sindri Þórarinsson
Egill Antonsson
Jón Gunnar Þórðarson
Tónlist
HEYR HEYR
Sindri Þórarinsson
Egill Antonsson
Jón Gunnar Þórðarson