Jeppi á Fjalli
Heiti verks
Jeppi á Fjalli
Lengd verks
2 klst 30 mín
Tegund
Sviðsverk
Um verkið
Jeppi er drykkjumaður – en hann hefur líka góðar ástæður til að drekka! Hann er kúgaður kotbóndi, arðrændur og smáður auk þess sem konan hans heldur framhjá honum. Þar sem hann liggur brennivínsdauður í drullupolli birtist Baróninn ásamt fylgdarliði. Baróninn er sá sem allt á og öllu ræður en leiðist samt og nú verður Jeppi nýja leikfangið hans. Hvað gerist þegar kotbóndinn heldur að hann sé eitthvað?
Þessi grimmi gamanleikur hefur vakið hrifningu og aðdáun leikhúsgesta síðan hann var fyrst sviðsettur 1722 og nú er komið að okkur.
Jeppi á Fjalli eftir Ludvig Holberg (1684–1754) er löngu orðið sígilt leikrit enda árlegur gestur á sviðum leikhúsa í Evrópu.
Sviðssetning
Borgarleikhús Nýja svið
Frumsýningardagur
4. október, 2014
Frumsýningarstaður
Borgarleikhúsið Nýja svið
Leikskáld
Ludvig Holberg
Leikstjóri
Benedikt Erlingsson
Tónskáld
Megas
Hljóðmynd
Gunnar Sigurbjörnsson
Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Búningahönnuður
Agnieszka Baranowska
Leikmynd
Gretar Reynisson
Leikarar
Ingvar E. Sigurðsson
Bergur Þór Ingólfsson Bergþór Pálsson
Arnar Dan Kristjánsson Arnmundur Ernst B. Björnsson
Björn Stefánsson
Leikkonur
Ilmur Kristjánsdóttir / Brynhildur Guðjónsdóttir
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is