Ívanov
Sviðssetning
Þjóðleikhúsið
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Frumsýning
26. desember 2007
Tegund
Sviðsverk – Leiksýning
Einstakar mannlýsingar Tsjekhovs eru meðal þess sem hefur gert leikrit hans að óþrjótandi uppsprettu fyrir leikhúsfólk og áhorfendur. Titilpersónan í jólasýningu Þjóðleikhússins, gamanleiknum Ívanov, er ein af hinum heillandi persónum Tsjekhovs, fullur af mótsögnum, hrífandi og óþolandi í senn.
Ívanov var áður drífandi athafnamaður en nú, aðeins hálffertugur að aldri, er hann útbrunninn. Hann finnur hvorki orku né vilja til eins eða neins, sinnir ekki veikri konu sinni og er við það að láta vonleysið ná tökum á sér. Sasha, ung og fögur menntakona, verður yfir sig ástfangin af Ívanov og einsetur sér að bjarga honum.
Leikhópurinn vinnur jafnhliða sýningunni að kvikmyndinni Brúðgumanum sem er byggð á verkinu og gefst áhorfendum hér einstakt tækifæri til að kynnast því hvernig sami leikstjóri og leikhópur nálgast leikverk í ólíkum miðlum.
Höfundur
Anton Tsjekhov
Leikstjórn og leikgerð
Baltasar Kormákur
Aðstoðarmaður leikstjóra
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Leikari í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason
Leikkonur í aðalhlutverkum
Laufey Elíasdóttir
Margrét Vilhjálmsdóttir
Leikarar í aukahlutverkum
Jóhann Sigurðarson
Ólafur Darri Ólafsson
Ólafur Egill Egilsson
Þröstur Leó Gunnarsson
Leikkonur í aukahlutverkum
Ilmur Kristjánsdóttir
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Leikmynd
Gretar Reynisson
Búningar
Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing
Páll Ragnarsson
Hljóðmynd
Sigurður Bjóla