Ímyndaðar afstæðiskenningar

Tegund verks:
Útvarpsverk

Sviðssetning:
Útvarpsleikhúsið

Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Frumflutt sunnudag 11. mars 2012

Um verkið:
„Albert var sextán ára þegar hann komst að því að hann væri ímyndun besta vinar síns.“ Á þessum orðum hefst útvarpsleikritið Ímyndaðar afstæðiskenningar. Eðlisfræðikennarinn Theodór liggur á líknardeild Landsspítalans og tíminn er senn á þrotum. Sá eini sem vakir yfir honum er ímyndaði vinur hans, Albert, sem hefur fylgt honum í meira en fimmtíu ár. En Theodór má ekki kveðja – ekki strax. Því þeir Albert eiga óuppgerð mál, bæði ímynduð sem og raunveruleg.

Leikskáld:
Ævar Þór Benediktsson

Leikstjóri:
Árni Kristjánsson

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

Leikarar:
Leikendur: Víðir Guðmundsson, Pétur Einarsson, Sigurður Skúlason, Þorsteinn Bachmann, Atli Þór Albertsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Ævar Þór Benediktsson og Harpa Arnardóttir.

Vefsíða leikhóps/leikhúss: http://www.ruv.is/leikhus