Í hennar sporum

Heiti verks
Í hennar sporum

Lengd verks
60 mín.

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
–– Fetað í fótspor fyrirmynda ––

Skór eru svo sérstakir. Þeir eru alls konar í laginu, alls konar á litinn og fjölbreytilegir eftir tísku. Það skipti máli að eiga nesti og nýja skó þegar ævintýrin hófust og enn hefjast mörg ævintýri á nýju pari. Skór og konur… eilíf ástarsaga.

Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir hefur safnað saman skóm frá konum sem hún lítur upp til. Frá konum sem eiga sögu sem við hin getum nýtt okkur til þess að taka þau skref sem við þurfum að taka. Saga kvennanna og skónna, rómantíkin, gleðin og átökin, er sögð með sögum, söngvum og tónlist úr öllum áttum.

Sviðssetning
Á sviðinu eru Svanlaug Jóhannsdóttir leikkona og söngkona, einarBjartur Egilsson, píanóleikari og hringsvið fullt af skóm. Svanlaug segir sögur kvennanna sem áttu skóna, syngur lög þeim tengdum og einar spilar með.

Frumsýningardagur
22. mars, 2019

Frumsýningarstaður
Tjarnarbíó

Leikskáld
Svanlaug Jóhannsdóttir

Leikstjóri
Pálína Jónsdóttir

Lýsing
Hafliði Emil Barðason

Búningahönnuður
Svanlaug Jóhannsdóttir

Leikmynd
Svanlaug Jóhannsdóttir

Leikkonur
Svanlaug Jóhannsdóttir

Söngvari/söngvarar
Svanlaug Jóhannsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.svana.live