Hvítt
Heiti verks
Hvítt
Lengd verks
40 míníutur
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Hvítt er leikandi létt og afar sjónræn sýning fyrir börn frá 1 til 5 ára og fullkomin sem fyrsta reynslan af leikhúsinu. Hún er lærdómur um litina fyrir börnin en áminning um litróf mannlífsins fyrir okkur foreldrana.
Hvítt (White) var frumsýnd á Edinborgar leiklistarhátíðinni árið 2010 af Catherine Wheels leikhúsinu. Árið eftir var hún sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð Assitej í Kaupmannahöfn og Malmö og var einnig tekin til sýninga á West End í London, á Broadway í New York og í Los Angeles. Verkið hefur verið sýnt um allan heim og farið til Norður og Suður Ameríku, Evrópu, Asíu og Ástralíu og er núna í sýningum í Skotlandi, Frakklandi, Mexíkó og á Broadway í Bandaríkjunum .
Sýningin er nú í fyrsta skipti sýnd í samstarfi við listasafn en það hefur lengi verið draumur höfunda verksins. Frá og með sýningum frá 23. janúar ætlar Hafnarborg að bjóða sýningargestum í einstaka og spennandi ferð með vasaljós um sýningu hafnfirska listamannsins Kristbergs Péturssonar „Hraun og mynd“ þar sem börnin fá einnig tækifæri á að uppgötva litina sem leynast í dökku hrauninu. Í sýningunni hér á Íslandi er líka í fyrsta skipti sem leikararnir eru konur.
Hvítt er framleidd með stuðningi frá Catherine Wheels leikhópnum í Skotlandi, Góðum Gestum, Hafnarfjarðarbæ, Mennta og Menningarmálaráðuneytinu og Hafnarborg lista og menningarmiðstöð Hafnarfjarðarbæjar.
Áhorfendur er boðnir velkomnir á stað þar sem allt er hvítt. Þetta er heimur sem glitrar, glansar og skín á nóttunni og er fullur af fuglasöng og fuglahúsum. Heimurinn er bjartur, skipulagður og hvítur, En uppi í trjánum er ekki allt hvítt. Litirnir birtast. Fyrst rauður….svo gulur …svo blár.
Sviðssetning
Gaflaraleikhúsið
Frumsýningardagur
17. janúar, 2016
Frumsýningarstaður
Hafnarborg lista og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar
Leikskáld
Andy Manley og Ian Cameron
Leikstjóri
Gunnar Helgason
Lýsing
Sindri Þór Hannesson
Búningahönnuður
Catherine Wheels leikhópurinn
Leikmynd
Catherine Wheels leikhópurinn
Leikkonur
María Pálsdóttir
Virginia Gillard
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.gaflaraleikhusid.is