Hvað ef?
Sviðssetning
540 Gólf leikhús
Sýningarstaður
Hafnarfjarðarleikhúsið
Frumsýning
19. október 2005
Tegund verks
Barnasýning
Um er að ræða leiksýningu sem notast við leik, söng, ljóð og tónlist til fræðslu. Þar er á mjög nýstárlegan og skemmtilegan máta farið yfir kaldar staðreyndir varðandi neyslu vímuefna. Stefnan er að sýna unglingum fram á að þeir hafa val, og að margar saklausar ákvarðanir geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Það að reykja eina hasspípu eða vera í félagskap þeirra sem leggja stund á fíkniefnaneyslu getur hrundið af stað dapurlegri atburðarás. Það að segja já við E-pillu getur verið fyrsta skrefið á langri og miður fallegri ævisögu. Ungt fólk fær oft sína fyrstu fræðslu um vímuefni frá neytendum eða sölumönnum sem eru þá að sjálfsögðu oftar en ekki vísvitandi rangar upplýsingar !!! hvað EF!
Höfundar
Einar Már Guðmundsson
Valgeir Skagfjörð
Leikstjóri
Gunnar Sigurðsson
Leikarar í aðalhlutverki
Felix Bergsson
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Orri Huginn Ágústsson
Leikkona í aðalhlutverki
Brynja Valdís Gísladóttir
Leikmynd
Þórarinn Blöndal
Búningar
Helga Rún Pálsdóttir
Lýsing
Garðar Borgþórsson
Tónlist
Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Valgeir Skagfjörð