Húsmóðirin
Húsmóðirin
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Vesturport
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja sviðið
Frumsýning
27. apríl 2011
Tegund verks
Leiksýning
Heimavinnandi húsmóðir í miðbæ Reykjavíkur virðist í engu frábrugðin öðrum húsmæðrum. Hún annast börn sín, eiginmann og kamerúnskan skiptinema á óaðfinnanlegan hátt. Fljótlega kemur þó í ljós að húsmóðirin er ekki öll þar sem hún er séð. Ævintýraleg eða öllu heldur vafasöm leyndarmál húsfreyju koma upp á yfirborðið og vefjast upp í næstum óleysanlega flækju.
Hér tekst Vesturport á við gamanleikjaformið þar sem hurðir opnast og lokast á hárréttu augnabliki, persónur birtast á óþægilegu andartaki eða yfirgefa sviðið rétt áður en allt verður óbærilega vandræðalegt. Leikarar skipta um hlutverk á ótrúlega stuttum tíma, einn ryður út úr sér orðaleikjum á meðan annar dettur á bananahýði. Öll trixin í bókinni og auðvitað fullt af óvæntum uppákomum að hætti Vesturports. Litrík og hættuleg sýning þar sem leikið er út á ystu nöf.
Vesturportshópinn þarf vart að kynna og samstarf hans við Borgarleikhúsið hefur borið ríkulegan ávöxt. Nægir þar að nefna sýningarnar Rómeó og Júlíu, Ást, Woyzeck, Kommúnuna og Faust. Þessar sýningar hafa ferðast víða, til New York, London, Suður-Kóreu, Þýskalands, Hollands, Noregs, Danmörku, Finnlands og Mexíkó. Uppsetning Borgarleikhússins og Vesturports á Faust var valin 40 ára afmælissýning hins virta Young Vic leikhúss í London.
VesturportLeikstjórn
Vesturport
Leikarar í aðalhlutverkum
Björn Hlynur Haraldsson
Gísli Örn Garðarsson
Jóhannes Níels Sigurðsson
Víkingur Kristjánsson
Leikkona í aðalhlutverki
Nína Dögg Filippusdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Búningar
Ilmur Stefánsdóttir
Lýsing
Þórður Orri Pétursson
Tónlist
Pálmi Sigurhjartarson
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen
Björn Hlynur Haraldsson
Gísli Örn Garðarsson
Nína Dögg Filippusdóttir
Víkingur Kristjánsson