Hrói höttur
Heiti verks
Hrói höttur
Lengd verks
klukkutími
Tegund
Barnaleikhúsverk
Um verkið
Leikhópurinn Lotta sýnir Hróa hött, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum. Þetta er áttunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi.
Í þessu verki er klassískum minnum úr ævintýrinu um Þyrnirós blandað saman við þjóðsöguna um Hróa hött. Höfundur Hróa hattar er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fjórða leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið. Textarnir eru allir eftir Sævar Sigurgeirsson en lögin sömdu meðlimir leikhópsins sjálfir.
Söguna um Hróa hött þekkja flestir en í útgáfu Leikhópsins Lottu fléttast ævintýrið um Þyrnirós inn í atburðarrásina og úr verður einstaklega fjörugt og skemmtilegt verk. Alls eru sex leikarar í sýningunni sem skipta á milli sín 12 hlutverkum. Þá er flutt lifandi tónlist, söngur og dans og því nóg um að vera. Þessu er síðan öllu haldið saman af leikstjóranum og er hann enginn annar en Vignir Rafn Valþórsson.
Sviðssetning
Verkið er ferðasýning sem er sett upp utandyra. Oftast er sýnt í Elliðaárdalnum en sýningin ferðast um allt land og sýnir í öllum helstu plássum landsins.
Frumsýningardagur
28. maí, 2014
Frumsýningarstaður
Elliðaárdalur
Leikskáld
Anna Bergljót Thorarensen
Leikstjóri
Vignir Rafn Valþórsson
Danshöfundur
hópurinn
Tónskáld
Andrea Ösp Karlsdóttir, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Sumarliði V. Ingimarsson, Þórður Gunnar Þorvaldsson og fleiri
Búningahönnuður
Kristína R. Berman
Leikmynd
Sigsteinn Sigurbergsson
Leikarar
Björn Thorarensen, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.
Leikkonur
Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen og Rósa Ásgeirsdóttir,
Söngvari/söngvarar
Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.
Dansari/dansarar
Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Björn Thorarensen, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson.
Youtube/Vimeo video
Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhopurinnlotta.is
www.facebook.com/leikhopurinnlotta?fref=ts