Hrekkjusvín
Titill verks:
Hrekkjusvín
Tegund verks:
Söngleikur
Sviðssetning
Háaloftið í samstarfi við Gamla bíó leikhús
Sýningarstaður og frumsýningardagur:
Gamla bíó 14. Okt. 2011
Um verkið:
Glænýr íslenskur gamansöngleikur lítur nú dagsins ljós byggður á hinni sívinsælu hljómplötu Lög unga fólksins frá 1977 með hljómsveitinni Hrekkjusvín um lífshlaup stórhuga Íslendings. Söngleikurinn er ætlaður aðdáendum Hrekkjusvína á öllum aldri, og þá sérstaklega fullorðnum aðdáendum þó að þeir yngri munu vafalítið skemmta sér vel líka.
Hljómplatan
Árið 1977, fyrir tilstilli Páls Baldvins Baldvinssonar, leiddu saman hesta sína tvær af vinsælustu hljómsveitum áttunda áratugarins, Spilverk þjóðanna og Þokkabót. Afraksturinn varð platan Lög unga fólksins sem af mörgum er talin ein af bestu plötum sem gefnar hafa verið út hérlendis en allir aldurshópar geta haft gaman af henni. Þótt textarnir séu yfir þrjátíu ára gamlir þá er innihald þeirra glettilega „aktúelt“ og þeir lýsa á frumlegan og skemmtilegan hátt þjóðfélagsástandi sem á margt sameiginlegt með okkar tíma.
Sagan
Leikurinn gerist að mestu handan móðunnar miklu þar sem loftkastalasmiðurinn Jóhann Kristinsson heitinn fær tækfæri til að líta yfir farinn veg og skoða misgjörðir sínar með iðrunina að leiðarljósi svo meta megi hver framtíðarvist hans verði, hvort hann fari „upp“ eða „niður“. Jóhann er leiddur í gegnum valda kafla úr lífi sínu og hittir þar fyrir fjölskyldu, vini og annað samferðafólk og upplifir aftur með því grátbroslegar stundir sem hann hefði í mörgum tilfellum viljað að væru gleymdar en ekki geymdar. En hver endastöð Jóhanns verður getur verið snúið að meta þar sem hann er sannur íslenskur bragðarefur og vanur að fara sínar eigin leiðir hvort sem hann er lífs eða liðinn…
Leikskáld:
Guðmundur. S. Brynjólfsson, Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir með aðstoð leikstjóra og leikhóps.
Leikstjóri:
María Reyndal
Danshöfundur:
Lára Stefánsdóttir
Tónskáld:
Valgeir Guðjónsson
Hljóðmynd:
Valgeir Guðjónsson
Lýsing:
Garðar Borgþórsson
Búningahönnuður
Margrét Einarsdóttir, Hlín Reykdal
Leikmyndahönnuður:
Linda Stefánsdóttir
Leikarar
Atli Þór Albertsson, Hannes Óli Ágústsson, Orri Huginn Ágústsson, Sveinn Geirsson.
Leikkonur
María Pálsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir.
Hljómsveit
Valgeir Guðjónsson gítar, Tómas Jónsson píanó, Borgþór Jónsson bassi, Gísli Páll Karlsson trommur og Keith Hayward klarinett.
Vefsíða leikhúss:
www.gamlabio.is