Höll ævintýranna

Sviðssetning
Möguleikhúsið

Sýningarstaður
Möguleikhúsið

Frumsýning
15. október 2006

Tegund verks
Einleikur ætlaður börnum

Sagnaþulur nokkur á stefnumót við áhorfendur. Í farteskinu hefur hann sögur og ævintýri sem hann færir í leikrænan búning á einfaldan hátt. Geiturnar þrjár trítla yfir brúna þar sem tröllið ógurlega liggur í leyni, undurfögur höll býr yfir ótal ævintýrum og haltur hani svífur um loftin blá á vængjum ímyndunaraflsins.

Hér er á ferðinni leiksýning fyrir áhorfendur á aldrinum 2ja til 8 ára þar sem börnin fá að taka virkan þátt í atburðarásinni og gleyma sér í heimi ævintýranna um stund.

Höfundur
Bjarni Ingvarsson

Leikstjóri
Sigurjón Sigurjónsson

Leikari í aðalhlutverki
Bjarni Ingvarsson

Leikmynd
Katrín Þorvaldsdóttir

Búningar
Katrín Þorvaldsdóttir

Lýsing
Bjarni Ingvarsson