Hleyptu þeim rétta inn

Heiti verks
Hleyptu þeim rétta inn

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
– Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. –

Unglingsstrákurinn Óskar er einmana og vinalaus, og lagður í gróft einelti í skóla. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í íbúðina við hliðina á honum, þar sem hann býr einn með móður sinni, umturnast tilvera hans.

Þegar undarlegir og óhugnanlegir atburðir fara að eiga sér stað á svæðinu, áttar Óskar sig smám saman á því hvert leyndarmál Elí er. Hún er vampíra, sem verður að nærast á blóði fólks til að komast af. En hún er líka einstaklingur sem er einmana og utangarðs, rétt eins og Óskar sjálfur. Smám saman þróast á milli Óskars og Elís vinátta sem hvorugt þeirra átti von á eða gat látið sig dreyma um.

Hvað myndir þú taka til bragðs ef nýi nágranninn þinn væri vampíra?

Leikritið Hleyptu þeim rétta inn er byggt á metsölubók sænska rithöfundarins Johns Ajvides Lindqvists. Sænsk kvikmynd byggð á verkinu hefur notið mikillar hylli og var endurgerð í Hollywood undir nafninu Let the Right One In. Leikritið hefur verið sýnt við miklar vinsældir í Royal Court leikhúsinu í London, Skoska þjóðleikhúsinu, St. Ann’s Warehouse í New York og á Norðurlöndunum.

– Hrollvekjandi fantasía sem hreyfir við þér, og hefur gagntekið áhorfendur víða um heim. –

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Frumsýningardagur
25. febrúar, 2016

Frumsýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið

Leikskáld
Jack Thorne, John Ajvide Lindqvist

Leikstjóri
Selma Björnsdóttir

Tónskáld
Högni Egilsson

Hljóðmynd
Högni Egilsson og Elvar Geir Sævarsson, Myndbandshönnun: Rimas Sakalauskas

Lýsing
Ólafur Ágúst Stefánsson

Búningahönnuður
María Th. Ólafsdóttir

Leikmynd
Halla Gunnarsdóttir

Leikarar
Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þröstur Leó Gunnarsson

Leikkonur
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Svava Björg Örlygsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.leikhusid.is