Hetjur
Sviðssetning
Leikfélag Reykjavíkur
Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið
Frumsýning
1. febrúar 2008
Tegund
Sviðsverk – Leiksýning
Leikurinn gerist í ágúst 1959. Grátbroslegt verk um vinskap þriggja fyrrverandi hermanna úr seinni heimsstyrjöld sem dvelja saman á elliheimili. Auk baráttu við valdamikla forstöðukonu hælisins reyna gömlu stríðshetjurnar að drepa tímann, sem líður náttúrlega af sjálfsdáðum. Óttinn við að endalokin séu ískyggilega nærri angrar þá ljóst og leynt. Þyturinn í laufum trjánna vekur forvitni og lífsþorsta. Þá langar að leita á vit ævintýranna en hrakandi heilsa kemur í veg fyrir að þeir komist af stað.
Verkið, í þýðingu Toms Stoppard, vann til Laurence Olivier-verðlaunanna fyrir „The best new comedy“, þegar það var sett upp í West End árið 2006.
Höfundur
Gerald Sibleyras
Leikstjóri
Hafliði Arngrímsson
Leikarar í aðalhlutverkum
Guðmundur Ólafsson
Sigurður Skúlason
Theodór Júlíusson
Leikmynd
Brit Dildrop
Jürgen Höth
Búningar
Brit Dildrop
Jürgen Höth
Lýsing
Kári Gíslason
Hljóðmynd
Ólafur Örn Thoroddsen