Sjáðu allar tilnefningarnar til Grímunnar 2018

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, afhentu í dag tilnefningar til Grímunnar – íslensku sviðlistarverðlaunanna.

Athöfnin fór fram í forsal Borgarleikhússins en tilnefnt er í 19 flokkum og eru tilnefningar í heildina 91 talsins. Heiðursverðlaun eru veitt á Grímuhátíðinni en ekki er tilnefnt í þann flokk.

Gríman 2018 verður haldin hátíðleg þriðjudaginn 5. júní í Borgarleikhúsinu og eru tilnefningarnar eftirfarandi.

Sýning ársins

Crescendo
Eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Faðirinn
Eftir Florian Zeller í þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Fólk, staðir og hlutir
Eftir Duncan Macmillan í þýðingu Garðars Gíslasonar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport

Guð blessi Ísland
Eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Himnaríki og helvíti
Eftir Jón Kalmann Stefánsson og Bjarna Jónsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikrit ársins

Kvenfólk
eftir Eirík G. Stephensen og Hjörleif Hjartarson
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Himnaríki og helvíti
eftir Jón Kalmann Stefánsson og Bjarna Jónsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Guð blessi Ísland
eftir Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

SOL
eftir Tryggva Gunnarsson og Hilmi Jensson
Sviðsetning – Sómi Þjóðar í samstarfi við Tjarnarbíó

Kartöfluæturnar
eftir Tyrfing Tyrfingsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Úr sýningunni Guð blessi Ísland sem er fyrirferðarmikil þegar kemur að tilnefningum til Grímunnar 2018.

Leikstjóri ársins

Charlotte Bøving
Ahhh
Sviðsetning – RaTaTam í samstarfi við Tjarnarbíó

Egill Heiðar Anton Pálsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Gísli Örn Garðarsson
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport

Kristín Jóhannesdóttir
Faðirinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Þorleifur Örn Arnarsson
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Leikari ársins í aðalhlutverki

Atli Rafn Sigurðsson
Kartöfluæturnar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Bergur Þór Ingólfsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Björn Thors
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Eggert Þorleifsson
Faðirinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Hilmir Snær Guðnason
Efi
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikkona ársins í aðalhlutverki

Brynhildur Guðjónsdóttir
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Nína Dögg Filippusdóttir
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport

Sigrún Edda Björnsdóttir
Kartöfluæturnar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Efi
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Þuríður Blær Jóhannsdóttir
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir er bæði tilnefnd sem besta leikkona í aðalhltuverki og í aukahlutverki.VÍSIR/GVA.

Leikari ársins í aukahlutverki

Hannes Óli Ágústsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Jóhann Sigurðarson
Medea
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Snorri Engilbertsson
Hafið
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Valur Freyr Einarsson
1984
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Þröstur Leó Gunnarsson
Faðirinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Leikkona ársins í aukahlutverki

Aðalheiður Halldórsdóttir
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Brynhildur Guðjónsdóttir
Rocky Horror Show
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Edda Björg Eyjólfsdóttir
Kartöfluæturnar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Margrét Vilhjálmsdóttir
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Sigrún Edda Björnsdóttir
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport

Leikmynd ársins

Börkur Jónsson
Fólk, staðir og hlutir
Sviðsetning – Borgarleikhúsið í samstarfi við Vesturport

Egill Ingibergsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Eva Signý Berger
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Filippía Elísdóttir
Medea
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Ilmur Stefánsdóttir
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Búningar ársins

Filippía Elísdóttir
Medea
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Helga I. Stefánsdóttir
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

María Th. Ólafsdóttir
Slá í gegn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Sunneva Ása Weisshappel
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Vala Halldórsdóttir og Guðrún Öyahals
Í skugga Sveins
Sviðsetning – Gaflaraleikhúsið

Lýsing ársins

Björn Bergsteinn Guðmundsson
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Björn Bergsteinn Guðmundsson
Medea
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Jóhann Friðrik Ágústsson
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Nicole Pearce
A Thousand Tongues
Sviðsetning – Source Material í samstarfi við Tjarnarbíó

Þórður Orri Pétursson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Tónlist ársins

Hjálmar H. Ragnarsson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Í samhengi við stjörnurnar
Sviðsetning – Lakehouse í samstarfi við Tjarnarbíó

„Hundur í óskilum“ Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
Kvenfólk
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar

Kjartan Sveinsson
Stríð
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands

Valgeir Sigurðsson
Medea
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Hljóðmynd ársins

Baldvin Þór Magnússon
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Garðar Borgþórsson
1984
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Hjálmar H. Ragnarson
Himnaríki og helvíti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Kristinn Gauti Einarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson
Óvinur fólksins
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Valdimar Jóhannsson
SOL
Sviðsetning – Sómi Þjóðar í samstarfi við Tjarnarbíó

Söngvari ársins 2017

Kristján Jóhannsson
Tosca
Sviðsetning – Íslenska óperan

Ólafur Kjartan Sigurðarson
Tosca
Sviðsetning – Íslenska óperan

Páll Óskar Hjálmtýsson
Rocky Horror Show
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Valgerður Guðnadóttir
Phantom of the Opera
Sviðsetning – TMB viðburðir og Greta Salóme Stefánsdóttir

Þór Breiðfjörð
Phantom of the Opera
Sviðsetning – TMB viðburðir og Greta Salóme Stefánsdóttir

Dans- og sviðshreyfingar ársins

Aðalheiður Halldórsdóttir
Guð blessi Ísland
Sviðsetning – Borgarleikhúsið

Chantelle Carey
Slá í gegn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Halla Ólafsdóttir
Hans Blær
Sviðsetning – Óskabörn Ógæfunnar

Hildur Magnúsdóttir
Ahhh
Sviðsetning – RaTaTam í samstarfi við Tjarnarbíó

Sigríður Soffí Níelsdóttir
SOL
Sviðsetning – Sómi Þjóðar í samstarfi við Tjarnarbíó

Barnasýning ársins

Ég get
eftir Peter Engkvist í þýðingu Björns Inga Hilmarssonar
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Í skugga Sveins
eftir Karl Ágúst Úlfsson
Sviðsetning – Gaflaraleikhúsið

Oddur og Siggi
eftir Björn Inga Hilmarsson og leikhópinn
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið

Dansari ársins

Einar Aas Nikkerud
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Elín Signý Weywadt Ragnarsdóttir
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Sigurður Andrean Sigurgeirsson
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Þyrí Huld Árnadóttir
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Heba Eir Kjeld, Snædís Lilja Ingadóttir og Védís Kjartansdóttir
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Danshöfundur ársins

Anton Lachky í samvinnu við dansara
Hin lánsömu
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Ásrún Magnúsdóttir
Hlustunarpartý
Sviðsetning – Everybody’s Spectacular í samstarfi við Þjóðleikhúsið

Erna Ómarsdóttir í samvinnu við dansara og Valdimar Jóhannsson
Myrkrið faðmar
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn

Katrín Gunnarsdóttir
Crescendo
Sviðsetning – Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Tjarnarbíó

Valgerður Rúnarsdóttir
Kæra manneskja
Sviðsetning – Valgerður Rúnarsdóttir í samstarfi við hópinn og Tjarnarbíó

Útvarpsverk ársins

48
eftir Jón Atla Jónasson
Leikstjórn Stefán Hallur Stefánsson
Sviðsetning – Útvarpsleikhúsið, RÚV

Fákafen
eftir Kristínu Eiríksdóttur
Leikstjórn Kolfinna Nikulásdóttir
Sviðsetning – Útvarpsleikhúsið, RÚV

Svín
eftir Heiðar Sumarliðason
Leikstjórn Heiðar Sumarliðason
Sviðsetning – Útvarpsleikhúsið, RÚV

Sproti ársins

Kvennahljómsveitin Bríet og bomburnar
í sýningunni Kvenfólk
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar
Leikhópurinn Umskiptingar

Sigurður Andrean Sigurgeirsson dansari

Source Material
fyrir sýninguna „A Thousand Tongues“

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
fyrir sýninguna „Ég býð mig fram“

6556 replies