Heima er best

Sviðssetning

Nútímadanshátíð í Reykjavík

Sýningarstaður
Borgarleikhúsið, Nýja svið

Frumsýning
4. september 2005

Tegund verks
Danssýning
Ólöf Ingólfsdóttir nam málaralist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Suomen Kuvataideakademia í Helsinki. Síðan stundaði hún nám í dansi við Hoogeschool voor de Kunsten í Arnhem í Hollandi. Meðal verka Ólafar má nefna Maðurinn er alltaf einn (1999) og Plan B (2001), bæði samin fyrir Íslenska dansflokkinn, Sannar sögur og lognar (1998), Fimm fermetrar (2001) og The Secret Life of a Wallflower (2003).
Verk Ólafar hafa verið sýnd víða í Evrópu og í Kanada. Árið 2000 dansaði Ólöf á tjörninni í Reykjavík og víðar þegar hún flutti verkið Vatnameyjan eftir finnska danshöfundinn Reijo Kela. Vorið 2002 fór Ólöf með aðalhlutverkið í verki Anders Christiansen, The Birthday Party, í Kaupmannahöfn. Verk Ólafar og Ismo-Pekka Heikinheimo, Bylting hinna miðaldra (2002), hefur verið sýnt á danshátíðum í Evrópu.

Danshöfundur
Ólöf Ingólfsdóttir

Dansarar
Guðrún Óskarsdóttir
Lovís Ósk Gunnarsdóttir
Ólöf Ingólfsdóttir