Hálsfesti Helenu

Sviðssetning
Þjóðleikhúsið

Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Smíðaverkstæðið

Frumsýning
14. apríl 2007

Tegund verks
Leiksýning

Nýtt leikrit eftir eitt þekktasta nútímaleikskáld Kanada. Höfundur skrifaði verkið eftir að hafa dvalið um tíma í Líbanon árið 2000. Helena er á heimleið af ráðstefnu í borg í Austurlöndum nær þar sem uppbygging er hafin eftir langvarandi stríðshörmungar. Skyndilega ákveður hún að verða eftir, í von um að finna perluhálsfesti sem hún hefur tapað.

Leit Helenu um götur borgarinnar, í mannmergðinni og hitanum, leiðir hana á vit fólks sem hefur ekki síður en hún glatað einhverju sem er því dýrmætt. Einstaklega áhrifamikið og óvenjulegt verk um mannlega samkennd, missi og harm, og löngunina til að endurheimta hið glataða. Mikilvægt verk á tímum skelfilegra stríðshörmunga í Austurlöndum nær.

Höfundur
Carole Fréchette

Þýðandi
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir

Leikstjóri
María Sigurðardóttir

Leikari í aðalhlutverki
Arnar Jónsson

Leikkona í aðalhlutverki
Edda Arnljótsdóttir

Leikkona í aukahlutverki
Guðrún Snæfríður Gísladóttir

Leikmynd
Helga I Stefánsdóttir

Búningar
Helga I Stefánsdóttir

Lýsing
Lárus Björnsson

Hljóðmynd
Ester Ásgeirsdóttir