Halldór í Hollywood
Sýningarstaður
Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið
Frumsýning
14. október 2005
Leiksýning
Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti.
Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans.
Höfundur
Ólafur Haukur Símonarson
Leikstjóri
Leikari í aðalhlutverki
Leikarar í aukahlutverki
Jóhann Sigurðarson
Kjartan Guðjónsson
Randver Þorláksson
Rúnar Freyr Gíslason
Leikkonur í aukahlutverki
Margrét Kaaber
María Pálsdóttir
Ragnheiður Steindórsdóttir
Selma Björnsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikmynd
Frosti Friðriksson
Búningar
Lýsing
Tónlist
Jóhann G. Jóhannsson
Söngvarar
Selma Björnsdóttir