Gullregn

Heiti verks
Gullregn

Lengd verks
Tvær klukkustundir og þrjátíu mínútur

Tegund
Sviðsverk

Um verkið
Indíana Jónsdóttir býr í blokk í Fellahverfinu umkringd fólki af erlendum uppruna sem hún fyrirlítur. Indíana lifir á bótum en er fullkomlega heilbrigð. Hún kann á kerfið – er svokallaður kerfisfræðingur.

Í litla garðskikanum fyrir aftan íbúðina hefur hún ræktað tré sem er hennar stolt og yndi – Gullregn. Þegar fulltrúi Umhverfisráðuneytisins bankar upp á og tilkynnir að uppræta skuli allar gróðurtegundir sem ekki voru til staðar á Íslandi fyrir árið 1900 snýst heimur Indíönu á hvolf með baráttu upp á líf og dauða.

Gullregn Ragnars Bragasonar er mannlegt og broslegt en um leið harmrænt verk um fólk sem við þekkjum öll. Hér birtast Íslendingar nútímans með öllum sínum kostum og göllum. Hrár og ómengaður samtími. Ragnar Bragason er í fremsta flokki íslenskra kvikmyndagerðarmanna en meðal verka hans eru Börn, Foreldrar, Næturvaktin, Dagvaktin, Fangavaktin og Bjarnfreðarson.

Aðferðin við sköpun Gullregns er sú sama og Ragnar hefur notað í kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni síðasta áratuginn. Persónur eru þróaðar í samvinnu við hvern og einn leikara í tiltölulega langan tíma. Það skemmir svo ekki fyrir að þjóðargersemin Mugison semur tónlistina við verkið og er þetta frumraun þeirra beggja í íslensku leikhúsi.

Sviðssetning
Borgarleikhúsið

Frumsýningardagur
1. nóvember, 2012

Frumsýningarstaður
Borgarleikhús Nýja svið

Leikskáld
Ragnar Bragason

Leikstjóri
Ragnar Bragason

Tónskáld
Mugison

Hljóðmynd
Thorbjørn Knudsen

Lýsing
Björn Bergsteinn Guðmundsson

Búningahönnuður
Helga Rós V. Hannam

Leikmynd
Hálfdán Lárus Pedersen

Leikarar
Hallgrímur Ólafsson
Halldór Gylfason/Gunnar Hansson

Leikkonur
Sigrún Edda Björnsdóttir
Brynhildur Guðjónsdóttir
Halldóra Geirharðsdóttir
Hanna María Karlsdóttir/Jóhanna Axelsdóttir

Youtube/Vimeo video

Vefsíða leikhóps/leikhúss eða aðrir tenglar
www.borgarleikhus.is