Grýla
Grýla
Sviðsseting
Alheimurinn
Sýningarstaður
Norðurpóllinn
Frumsýning
4. desember 2010
Tegund verks
Leiksýning ætluð börnum
Í þessu verki tekur engin önnur en jólasveinamóðirin sjálf, Grýla, á móti áhorfendum. Grýla hefur meðferðis stórt dagatal með 24 gluggum og bakvið hvern glugga leynist umræðuefni tengt jólunum. Grýla leiðir okkur í gegnum dagatalið og segir frá skrýtnum siðum og venjum sem tengjast jólunum. Grýla er orðin meira en 950 ára gömul og hefur því fylgst lengi með íslenskum jólum. Hún hefur því frá mörgu að segja og ekkert er henni óviðkomandi. Hver veit nema Grýla bjóði líka upp á einhverja hressingu eins og almennilegri húsmóður sæmir. Leikstjórn er í höndum Önnu Bergljótar Thorarensen og verkið skrifar Snæbjörn Ragnarsson en hann hefur meðal annars skrifað leikritin Rauðhettu og Hans klaufa fyrir Leikhópinn Lottu. Komdu með okkur á Norðurpólinn og komdu allri fjölskyldunni í rétta jólaskapið.
Höfundur
Snæbjörn Ragnarsson
Leikstjórn
Anna Bergljót Thorarensen